Jólaball Íslandsfélagsins sunnudaginn 11. desember

Stjórn Íslandsfélagsins minnir á árlegt jólaball félagsins sem verður haldið sunnudaginn 11. desember 2011 klukkan 15.

Ballið verður haldið í húsakynnum EFTA, Rue Joseph II, 12-16, B-1000. Sem fyrr eru foreldrar eru beðnir um að koma með pakka merkta sínu barni/börnum.

Einnig eru foreldrar góðfúslega beðnir um að koma með eitthvað til að narta í (köku, kex, ávexti, osta) sem fer á veisluborðið. Íslandsfélagið bíður uppá drykki með herlegheitunum.

Stjórn Íslandsfélagsins

Víðtæk mótmæli í Brussel á morgun föstudag!

Íslandsfélagið vekur athygli á að verkalýðsfélög í Brussel munu standa fyrir mótmælaðgerðum nk. föstudag, 2. desember. Er ljóst að aðgerðirnar munu valda röskun á almenningssamgöngum, þ.e. neðanjarðarlestum, sporvögnum og strætisvögnum, þar sem stjórnendur þessara samgöngutækja taka sumir þátt í mótmælunum.
Jafnframt má búast við miklum umferðartöfum á þeim svæðum sem mótmælendur fara um, en samkvæmt heimildum okkur mun það vera svæðið fra Gare du Nord til Gare du Midi. Göngin á innri hringnum (Léopold II – Rogier – Botanique – Madou – Arts/Loi) verða lokuð í báðar áttir um einhvern tíma.
Lögregla hvetur ökumenn til að ferðast ekki á innri hringnum eða í miðbæ Brussel á þeim tíma sem mótmælin standa, eða frá kl. 9:30 – 14:00, en umferðartafir geta þó varað lengur.
Stjórnin