Aðalfundur Íslandsfélagsins 2012

Aðalfundur Íslandsfélagsins í Belgíu var haldinn í gær, föstudaginn 2. mars 2012. Á fundinum var ný stjórn félagsins kosin auk þess sem hefðbundin aðalfundarstörf fóru fram. Ný stjórn Íslandsfélagsins er skipuð svo:

Jónas Jóhannsson forseti

Aðrir í stjórn:
Karl Trausti Einarsson
Hrappur Magnússon
María Kristín Jónsdóttir
Rósa Rut Þórisdóttir

Dís Sigurgeirsdóttir, Eiríkur Þorvarðarson, Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir og Steinunn Pálsdóttir báðust undan endurkjöri og þökkum við þeim fyrir fórnfús störf á síðasta starfsári (árum í tilfelli Dísar og Steinunnar).

Fundargerð aðalfundar, sem og ársskýrslur félagsins og Íslenska skólans, er nú hægt að nálgast hér með því að smella á eftirfarandi tengla:

Ársskýrsla Íslandsfélagsins 2012
Lög Íslandsfélagins í Belgíu
Skýrsla Íslenskuskólans 2012

Stjórnin.