Ný stjórn Íslandsfélagsins, sem kosin var á aðalfundinum í marsbyrjun, hefur tekið til starfa. Stjórnin skipti með sér störfum á fyrsta fundi sínum þann 31. mars sl. og var Hrappur kjörinn varaforseti, Karl gjaldkeri, María ritstjóri heimasíðunnar og Rósa fulltrúi í skólanefnd. Forseti, kosinn á aðalfundi, er Jónas.
Helstu viðburðir framundan hjá félaginu eru ferð til Champagne-héraðsins laugardaginn 2. júní, golfmótið „Æsland Ópen“ sunnudaginn 10. júní í Overijse og 17. júní hátíðarhöldin ásamt kvennahlaupi. Skráning í golfmótið er hafin á Facebook (http://www.facebook.com/events/264463580306572/)
Heildardagskrá starfsársins verður kynnt innan skamms.