Undanfarin ár hefur hópur foreldra og barna hist einu sinni í viku og spilað fótbolta undir merkjum Best Ham. Haustið 2011 tók félagið í notkun nýjan heimavöll við Scandinavian School of Brussels (SSB), að Square d´Argenteuil 5, B-1410 Waterloo, en þar er og til húsa Íslenski skólinn. Leiktímabilið er frá september til og með júní ár hvert (hlé í skólaleyfum) og ávallt leikið á sunnudögum, frá kl. 11:00-12:30. Allir sem hafa áhuga á fótbolta og hafa náð 10 ára aldri eru velkomnir að spila með Best Ham, en liðið skipa nú 12-16 einstaklingar (konur, karlar, unglingar og börn) frá fimm þjóðlöndum; Íslandi, Danmörku, Grikklandi, Belgíu og Englandi. Þeir sem hafa áhuga á að bætast í hópinn er bent á að hafa samband við Jónas Jóhannsson (iramod@yahoo.com) en félagsgjöld eru um 10 evrur á mánuði fyrir hverja fjölskyldueiningu (ef tveir eða fleiri spila úr sömu fjölskyldu er aðeins greitt eitt gjald). Þjálfari Best Ham, liðsstjórnandi, og fyrirliði er Jónas Jóhannsson. Félagið er sjálfstæð rekstrareining, en starfar í nánu sambandi við Íslandsfélagið í Belgíu.