Leynist í þér hlaupari?

Meðal Íslendinga í Brussel eru nokkrir hlauparar. Konur virðast vera þar í meirihluta og hafa látið nokkuð til sín taka í hinum ýmsu hlaupum í Brussel undanfarið. Þær hlaupa mishratt, sumar eru mjög sprettharðar en aðrar fara hægar yfir, enda nýbyrjaðar og eldri. Nema hvort tveggja sé! Þær eiga það þó allar sameiginlegt að taka framförum jafnt og þétt og verða sífellt metnaðarfyllri í hlaupaafrekum sínum.

Í Brussel er fjöldinn allur af skipulögðum hlaupum allt árið og frábær aðstaða til að æfa hlaup. Auðvitað er hægt að hlaupa um götur borgarinnar en einnig er mikið af grænum svæðum þar sem yndislegt er að stunda útivist (Cambre skógur, Soignes skógurinn, Parc du Cinquantenaire, Parc de Bruxelles/Parc Royal). Einnig er indælt að hlaupa umhverfis Ixelles vötnin.

Ef þú hefur áhuga á að heyra meira um hlaup í Brussel eða komast í samband við hlaupara er tilvalið að gera það í athugasemd hér fyrir neðan. Einnig má benda á Facebook síðu Íslandsfélagsins.

Mynd: Elín Pálsdóttir

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s