Kristjana Guðjónsdóttir sendi Íslandsfélaginu þessa skemmtilegu úrklippu. Greinin birtist í Morgunblaðinu 17. maí 1994 og þar kemur fram að Íslandsfélagið hafi verið stofnað þann 1. desember 1993. Það er því ekki langt í tuttugu ára afmælið. Gaman væri ef einhver sem er fróður um fyrstu ár Íslandsfélagsins í Brussel gæfi sig fram við stjórn svo hægt væri að halda sögunni til haga.
Kristjana nefnir að nokkur börn á myndinni búi í Brussel í dag. Þekkið þið börnin á myndinni? Smellið á myndina og þá ætti hún að stækka.