Vorferð 2012: Champagne og kampavín

Vorferð Íslandsfélagsins 2012 var farin fyrstu helgina í júní og var áfangastaðurinn kampavínshéraðið í Frakklandi, eða Champagne. Hátt í 40 manns óku sem leið lá frá Brussel og hittust á búi Nowack hjónanna, í Vandières, laugardaginn 2. júní. Þar var snæddur ljúffengur hádegisverður. Með kampavíni!

Síðan var haldið var til bræðranna David og Hervé Gaudinat í Festigny. Þeir buðu hópnum upp á skoðunarferð um vínkjallarann og skemmtilegan fróðleik um framleiðslu kampavíns. Loks var smakkað á guðaveigunum, sem var auðvitað það sem allir höfðu beðið eftir.

Eftir stutt dagskrárhlé var haldið í kampavínssmökkun hjá Nowack fjölskyldunni, sem hefur framleitt kampavín síðan seint á 18. öld. Að smökkun lokinni var undirbúin sameiginleg grillveisla hópsins. Veðrið lék við ferðafólkið þennan dásamlega dag og það var fallegt að sitja í myrkrinu og raula undir gítarleik Frank Sands seint um kvöldin. Veigarnar voru heldur ekki af verri endanum því vitaskuld var drukkið kampavín með tjaldbúðasöngnum.

Það var almenn ánægja með vorferðina enda umhverfið dásamlegt, drykkurinn góður, og hópurinn samstilltur. Nowack hjónin bjóða upp á frábæra aðstöðu fyrir ferðafólk og fallegt tjaldstæði og er óhætt að mæla með þessum stað sem bækistöð fyrir kampavínssmökkunarfrí. Til að þakka fyrir sig studdu meðlimir Íslandsfélagsins dyggilega við bakið á kampavínsframleiðendum með því að fylla bílana af góðu kampavíni.

Í kampavínshéraðinu er margt að sjá og margir gerðu sér ferð til Reims á leiðinni heim til að berja augunum hina stórbrotnu dómkirkju sem þar er.

Ekki má gleyma að þakka forseta Íslandsfélagsins frábæra skipulagningu ferðarinnar en hann bar hitann og þungann af henni.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s