Skyrgámur og Stúfur í höfuðborg Evrópu

Ómar Ali er ekkert hræddur!
Ómar Ali er hvergi smeykur!

Árlegt jólaball Íslandsfélagsins var haldið í húsakynnum EFTA sunnudaginn 9. desember. Skyrgámur og Stúfur mættu með gjafir, söng og gleði. Veitingar á hlaðborðinu voru veglegar eins og við var að búast og ungir sem aldnir fóru heim með jól í hjarta.

Við óskum öllum félagsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og hlökkum til samvista á nýju ári.

Ótrúlegt en satt! Forsetinn fimmtugur

með pakkannÞann 7. nóvember síðastliðinn varð forseti Íslandsfélagsins í Belgíu, Jónas Jóhannsson, fimmtugur og þótti félagsmönnum ástæða til að heiðra hann af því tilefni. Ákveðið var að slá tvær flugur í einu höggi og kenna honum að drekka gott kaffi enda Carrefour hryllingurinn honum ekki samboðinn. Keypt var eðalkaffivél og hún afhent við hátíðlega athöfn að lokinni fótboltaæfingu Bestham í Waterloo sunnudaginn 11. nóvember.

Það er auðvitað ótrúlegt að forsetinn skuli vera orðinn fimmtugur. Maðurinn hefur starfsþrek og útlit á við sér mun yngri mann. Sú er þetta skrifar telur að félagsstörfin haldi forsetanum ungum og hefur þá trú að það sé því ekki óhætt fyrir hann að hætta afskiptum af þeim. Áfram Jónas!