Þann 7. nóvember síðastliðinn varð forseti Íslandsfélagsins í Belgíu, Jónas Jóhannsson, fimmtugur og þótti félagsmönnum ástæða til að heiðra hann af því tilefni. Ákveðið var að slá tvær flugur í einu höggi og kenna honum að drekka gott kaffi enda Carrefour hryllingurinn honum ekki samboðinn. Keypt var eðalkaffivél og hún afhent við hátíðlega athöfn að lokinni fótboltaæfingu Bestham í Waterloo sunnudaginn 11. nóvember.
Það er auðvitað ótrúlegt að forsetinn skuli vera orðinn fimmtugur. Maðurinn hefur starfsþrek og útlit á við sér mun yngri mann. Sú er þetta skrifar telur að félagsstörfin haldi forsetanum ungum og hefur þá trú að það sé því ekki óhætt fyrir hann að hætta afskiptum af þeim. Áfram Jónas!
Ó mæ … stefnir í enn eitt N-Kóreu ævintýrið hér í hjarta Evrópu minnar ???