Aðalfundur Íslandsfélagsins 8. mars 2013

Edward VII Emperor of India
Játvarður 7., keisari Indlands

Aðalfundur Íslandsfélagsins í Belgíu var haldinn í gær, föstudaginn 8. mars. Ellefu mættu á fundinn, sem er 10% aukning frá síðasta aðalfundi, og munar þar af til vill mestu að Þórir Ibsen sendiherra mætti með bænaskjal undiritað af 82 nýlendubúum, með áskorun til forseta að sitja áfram í að minnsta kosti eitt kjörtímabil.

Skýrslur félagsins og Íslenska skólans voru kynntar, farið yfir ársreikninga og þeir samþykktir einróma. Því næst var tekin fyrir lagabreytingartillaga frá forseta, þess efnis að fjölgað yrði í stjórn félagsins úr fimm í sex fulltrúa, og var sú tillaga einnig samþykkt.

Þessu næst var gengið til forsetakjörs, og þar sem enginn bauð sig fram var Jónas Jóhannsson endurkjörinn við dynjandi lófatak. Hrappur Magnússon og Karl Trausti Einarsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn, en aðalfundur kaus eftirtalda til stjórnarsetu starfsárið 2013-2014: Rósu Rut Þórisdóttur, Maríu Kristínu Jónsdóttur, Geir Þórhallsson, Elínu Pálsdóttur og Elínu Önnu Jónasdóttur. Þannig sitja nú fjórar valkyrjur í stjórn, á móti tveimur körlum. Hrappi og Karli eru þökkuð fórnfús störf í þágu félagsins, en Karl mun þó koma áfram að félagsstarfinu, enda hann og Einar Símonarson einróma kjörnir endurskoðunarmenn félags og skóla árið 2013-2014.

Aðalfundur ákvað að félagsgjöld skyldu óbreytt, og eru þau því aðeins 50 evrur fyrir hvern félagsmann 18 ára og eldri, þó þannig að námsmenn og starfsnemar yngri en 30 ára greiða aðeins hálft gjald, eða 25 evrur.

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum voru tekin fyrir ,,önnur mál”og meðal annars rætt um að ný stjórn myndi ekki hefja formlega innheimtu árgjalds fyrr en í september, samhliða því að starfsemi íslenska skólans færi af stað. Þá var gerður góður rómur að því að félag og skóli myndu blása til sameiginlegrar grillveislu fyrir alla nýlendubúa nú á vormánuðum, kynna starfsemi sína, og bjóða nýbúa formlega velkomna í nýlenduna okkar.

Undir lok fundar, þegar þreyta hafði sest í fundarmenn, stakk forseti upp á því að lögum félagsins yrði breytt á þann veg að í stað ,,forseta” kæmi ,,keisari”, sem sæti þá ævilangt við völd, en sú tillaga var felld með tíu atkvæðum á móti einu.

Þótti nú sýnt að fleira yrði ekki gert vitlegt á aðalfundi og var honum slitið við svo búið. Skýrsla stjórnar fylgir með hér í viðhengi svo og ítarlegri fundargerð forseta.

Ársskýrsla-2013  Aðalfundur2013 fundargerð

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s