Ekki hefur verið mikið um viðburði á vegum félagsins þetta haustið en nú dregur að jólum og þá lifnar starfsemin eilítið við.
Sunnudaginn 8. desember 2013 var hið árlega nýlendujólaball haldið í Brussel. Á jólunum er haldið í hefðir og því var ballið auðvitað í húsakynnum EFTA eins og áður og allt skipulag með hefðbundnum hætti. Jólasveinarnir voru vitaskuld íslenskir þó þeir væru klæddir á útlenda vísu.


Góður rómur var gerður að ólátum sveinanna, gjöfum, söng viðstaddra svo og afburða veitingum.
Þeir sem aldur hafa til munu svo vonandi mæta á árlegt dansiball fullorðinna, þorrablótið sem haldið verður i febrúarbyrjun. Undirbúningur er löngu hafin svo blótið megi lukkast sem best.