Atburður ársins – Þorrablót Íslandsfélagsins í Belgíu 2014

Flag-Pins-Iceland-Belgium Tuttugu ára afmælisblót Íslandsfélagsins verður haldið föstudaginn 7. febrúar í hinum rómaða veislusal Le Bouche à Oreille, Felix Hap Straat 11, 1040 Brussel.

Dagskráin hefst með fordrykk og ljúfum tónum kl. 19 og sest verður til borðs kl. 20. Að venju töfrar Eyþór Kristjánsson yfirmatreiðslumeistari hjá Þremur Frökkum fram sitt stórbrotna hlaðborð. Til að skola herlegheitunum niður verður boðið upp á brennivín, léttvín, bjór og gosdrykki eins og hver vill. Borðhaldi lýkur með kaffi og veislutertu frá Boulangerie Arna. Hinn stórkostlegi Freyr Eyjólfsson annast veislustjórn og kynnir ræðumann kvöldsins, hvers nafn verður ekki gefið upp. Nýlendukórinn stígur á stokk og tekur nokkur vel valin lög. Minni karla og kvenna verður á sínum stað, sem og happdrættið góða. Loks má ekki gleyma hinum óborganlega Rögnvaldi ,,gáfaða” Rögnvaldssyni, sem mun syngja og skemmta gestum eins og honum er einum lagið. Frá kl. 23 mun DJ Súrsson trylla lýðinn á dansgólfinu og gert er ráð fyrir að flestir verði búnir að fá nóg kl. 03 þegar veislulok verða.

Miðaverð er 75 evrur fyrir þá sem greitt hafa árgjald til félagsins 2013-2014, 75 evrur fyrir námsmenn og starfsnema yngri en 30, en 100 evrur fyrir aðra. Innifalið er happdrættismiði, fordrykkir, matur, brennivín, öl, léttvín og óáfengir drykkir til kl. 23, en þá hefst hefðbundin barþjónusta á vegum staðarhaldara.

Í fyrra var uppselt og komust færri að en vildu. Skráning er nú hafin og fer fram gegnum islandsfelag@gmail.com. Skráningu lýkur mánudaginn 3. febrúar og ber eigi síðar að greiða miðaverð inn á reikning félagsins: ING 310-1074359-73.

Munið; fyrstir koma, fyrstir fá. Óskir um sætaskipan eru vel þegnar um leið og pantað er.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s