Ó nei, það er allt of seint að skrá sig á Þorrablótið!

Árvisst Þorrablót Íslandsfélagsins í Belgíu var haldið föstudaginn 7. febrúar að viðstöddum nærri 100 gestum. Dagskráin var með hefðbundnu sniði og á sama stað og hin síðari ár, eða á Le Bouche à Oreille. Að venju lukkaðist samkoman vel enda gengur skipulagið orðið eins og vel smurð vél undir styrkri stjórn forsetans.

hlaðborð þorrablót 2014
Mynd frá Eyþóri Kristjánssyni

Að fordrykk loknum bar Eyþór Kristjánsson yfirmatreiðslumeistari hjá Þremur Frökkum fram sitt stórglæsilega hlaðborð sem jafnvel þeim sem almennt hugnast ekki þorramatur þótti ljúffengt og girnilegt. Í eftirmat voru gómsætar, og ákaflega þjóðlegar, tertur að hætti Örnu kökumeistara.

Mynd frá Örnu Guðlaugu Einarsdóttur
Mynd frá Örnu Guðlaugu Einarsdóttur

Freyr Eyjólfsson kom frá París til að annast veislustjórn og auk þess skemmti Rögnvaldur ,,gáfaði” Rögnvaldsson með gamanmálum. Ræðumaður kvöldsins var Bernadette Brusa mannauðsstjóri EFTA. María Kristín Gylfadóttir (Mæja) kom að heiman og flutti hugleiðingar nýbrottflutts nýlendubúa.

Mynd frá Geir Þórhallssyni
Mynd frá Geir Þórhallssyni

Hinn sívinsæli Nýlendukór, með liðsstyrk Mæju og Önnu framreiðslumanns hjá Þremur Frökkum, steig á stokk og tók nokkur vel valin lög við dúndrandi lófatak. Minni karla flutti Geir Þórhallsson og minni karla var flutt af Þórunni Ragnarsdóttur. DJ Súrsson tryllti síðan lýðinn á dansgólfinu og lauk teitinu kl. 3. Hvað þá tók við veit ritstjórn heimasíðunnar ekkert um.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s