Minningarganga Grimaldi greifynju

DSC_0295 DSC_0302 DSC_0303 - Copy DSC_0304 DSC_0312Minningarganga Þuríðar Marquise de Grimaldi d´ Antibes et de Cagne greifynju var farin sunnudaginn 6. apríl í blíðskaparveðri. Dagskráin hófst með sameiginlegum hádegisverði kl. 12:30 á veitingastaðnum Les Brasseries Rustiques, Avenue du Cimetiére de Bruxelles 155. Búist var við um 15 þátttakendum, en þeir mættu 26 og skemmtu sér konunglega. Guðrún Ansiau, guðmóðir félagsins, kynnti Þuríði til leiks og sýndi gestum fjölmörg bréf og önnur skjalfest gögn um lífshlaup greifynjunnar og markgreifans eiginmanns hennar. Charles Ansiau kom síðan hópnum á óvart með því að bjóða öllum til hádegisverðarins og eru honum færðar bestu þakkir fyrir rausnarskapinn.

Að borðhaldi loknu var gengið yfir í kirkjugarðinn handan götunnar og blóm lögð á leiði greifynjunnar. Hvort sem þakka má myndarskap Charles eða hinu góða veðri, þá opnuðu gestir pyngjur sínar upp á gátt og gáfu fé til kaupa á nafnáletrun markgreifans, en hann dó í sárri fátækt og hvílir því miður í ómerktri gröf við hlið konu sinnar. Alls söfnuðust um 350 evrur, sem verður varið til að merkja leiðið með nafni greifans. Þeir sem vilja láta fé af hendi rakna til nefndrar góðgerðarstarfsemi eru góðfúslega beðnir að leggja skotsilfrið inn á bankareikning félagsins hjá ING, númer 310-1074359-73 (BE27 3101 0743 5973).

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s