Kæru landar
Nú er komið að hinu árlega Kvennahlaupi ÍSÍ og Sjóvá.
Að sjálfssögðu munum við ekki láta okkar eftir liggja og ætlum því að fjölmenna við Skandinavíska skólann í Waterloo kl. 13:00 sunnudaginn 15. júní nk.
Í framhaldinu verða svo 17. júní hátíðarhöldin haldin hátíðleg.
Hringurinn sem farinn verður er u.þ.b. 3 km. og hvetjum við alla að taka þátt, stórar stelpur, litlar stelpur, stóra stráka og litla stráka. Hvort sem þér finnist ekki taka því að reima á þig skóna eða óar við vegalengdinni þá mun hver og einn fara á sínum hraða, hlaupandi, gangandi, í kerru eða jafnvel á hestbaki á pabba.
Allar nánari upplýsingar verða settar inn á viðburðarsíðuna inni á facebook https://www.facebook.com/events/1461247224109129/?fref=ts
Nauðsynlegt er að tilkynna um þátttöku og bolastærð í tölvupósti á islandsfelag@gmail.com fyrir lok föstudagsins 16. maí nk.
Þátttökugjald EUR 10,- óskast lagðar inn á reiknings Íslandsfélagsins fyrir lok 16. maí
310-1074359-73 / BE27 3101 0743 5973
Stjórnin