Þorrablót Íslandsfélagsins 6. febrúar nk.

Nú er að seljast upp á þorrablót Íslandsfélagsins, sem haldið verður föstudaginn 6. febrúar í hinum rómaða veislusal Bouche a Oreille, Felix Hap Straat 11, 1040 Brussel. Blót félagsins eru þekkt um víða veröld og þykja öfundarefni annarra Íslendingafélaga.

Dagskrá: Kl. 19 Móttaka, fordrykkur og ljúfir tónar. Kl. 20 hefst borðhald með hinu annálaða hlaðborði Eyþórs Kristjánssonar meistarakokks, sem galdrar fram hangiket með kartöflum og uppstúf, saltket, plokkfisk, reyktan lunda, grafna langreyð, reyktan og grafinn lax, sviðakjamma, úrval súrmetis og síldarrétta, flatkökur, rúgbrauð, harðfisk og hákarl, svo fátt eitt sé nefnt. Boðið er upp á brennivín, léttvín, bjór og gosdrykki, eins og hver getur í sig látið, en borðhaldi lýkur með kaffi og heimsins bestu veislutertu frá La Boulangerie Arna. Hinn landskunni Gísli Einarsson “út og suður” annast veislustjórn. Nýlendukórinn stígur á stokk og tekur nokkur vel valin lög. Minni karla og kvenna verður á sínum stað, sem og happdrættið góða. Loks má ekki gleyma hinum óborganlega Ingó Veðurguði, sem mun syngja og skemmta gestum eins og honum er einum lagið. Kl. 23:00 rís DJ Súrsson vonandi undan feldi og sér til þess að gestir fjölmenni á dansgólfið, en veislunni lýkur kl. 03.

Miðaverð er 75 € fyrir þá sem greitt hafa árgjald til félagsins 2014-2015, sem og fyrir námsmenn og starfsnema yngri en 30, en 100 € fyrir aðra. Innifalið er happdrættismiði, fordrykkir, matur, brennivín, öl, léttvín og óáfengir drykkir til kl. 23, en þá hefst hefðbundin barþjónusta á vegum staðarhaldara.

Skráning fer fram gegnum islandsfelag@gmail.com. Vinsamlegast takið fram fullt nafn/nöfn hlutaðeigandi gesta, sem og óskir um að sitja saman til borðs.

Skráningu lýkur í síðasta lagi mánudaginn 2. febrúar og ber eigi síðar að greiða miðaverð inn á reikning félagsins: ING 310-1074359-73 (BE-27 3101 0743 5973). Athugið að miðar eru aðeins seldir í forsölu.

Nánari upplýsingar veitir Jónas Jóhannsson í 04999-42-735 og gegnum islandsfelag@gmail.com.

Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórnin

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s