Golfmót Íslandsfélagsins í Belgíu “Æsland Ópen” 2015

aukamynd1Laugardaginn 6. júní s.l. var haldið hið stórskemmtilega golfmót „Æsland Ópen“ 2015 í bráðfallegu sumarveðri.  Eitthvað sem marga Íslendinga dreymir um þessa dagana.  Met þátttaka var í mótinu en alls tóku 25 manns þátt og var fjöldi keppenda fluttur inn frá bæði Luxembúrg og eins voru sóttir nokkrir góðir kylfingar til Föðurlandsins.  Sjaldan eða aldrei hefur mótið verið jafn veglegt og í ár, en bæði bárust félaginu forláta golfboltar til að nota í teiggjafir frá Lúxurunum, Birni og Salvöru og kann félagið þeim miklar þakkir fyrir.  Þá voru verðlaun mótsins í ár einnig óvenju vegleg, en verðlaunahafar mótsins fengu auk hinna hefðbundnu brjóstbirtu, poka með golftengdum vörum sem voru sérfluttar frá Íslandi.

Mótið fór þannig fram að leiknar voruaukamynd2 níu holur samkvæmt “Texas Scramble” fyrirkomulagi, en þá spila tveir og tveir saman og slá betri bolta síns liðs. Til að reyna á taugar keppenda var mótið að þessu sinni haldið á nýjum velli, „Golf D’andenne“ í tilraunaskyni og var það orð manna að völlurinn hefði virkilega reynt á þol manna og keppnishörku.  Að lokum fór það þó svo að allir kláruðu hringinn og höfðu gaman af, þótt einhverjir hefðu notað fullmikið af vellinum.

Mótstjórn var í ágætum höndum þeirra Geirs (stóra) Þórhallssonar, forseta og Guðla  ugs (Golflaugs) Bergmundssonar.

Verðlaunahafar voru:

  1. sæti: Geir forseti og Davíð Stefán Guðmundssonsigurvegarar 2015
  2. sæti: Karl Karlsson og Karl Trausti Einarsson2sæti 2015
  3. sæti: Ásgeir Ásgeirsson og Thordís Bragadóttir3sæti 2015

Best Klæddi kylfingurinn: Thordís Bragadóttir

Bjartasta vonin: Elín Pálsdóttir

bjartasta vonin

Nándarverðlaun 2. hola: Jökull Karlsson (4 metrar)nándarverðlaun

Stjórnin

Dagskrá Íslandsfélagsins á komandi mánuðum

  1. júní – Kvennahlaup ÍSÍ og hátíðarhöld vegna þjóðhátíðardagsins 17. júní

Dagskrá hátíðarhaldanna

Kl. 12:00	Kvennahlaup
Kl. 13:00	Ávarp fjallkonu
Kl. 13:10	Grillveisla
Kl. 14:00	Fjöldasöngur/ Nýlendukórinn
Kl. 15:00	Æsland Kids CUP fótboltamót
Kl. 17:00	Dagskrárlok

3. september – Landsleikur við Holland í fótbolta.

26.-27.  september – Haustferð til Gravelins í Frakklandi

Desember – jólaball (dagsetning ákveðin síðar)

From Icelandair

NEW: Promotion of our local newsletters (French & Dutch) Most Icelanders are subscribed to the Icelandic newsletter and don´t get our local offers and so they miss out on a lot of good deals like the one we have now.
To subscribe for the newsletter in Dutch / Flemish: http://www.icelandair.nl/information/customer-support/netclub-signup/

Þorrablót Íslandsfélagsins 6. febrúar nk.

Nú er að seljast upp á þorrablót Íslandsfélagsins, sem haldið verður föstudaginn 6. febrúar í hinum rómaða veislusal Bouche a Oreille, Felix Hap Straat 11, 1040 Brussel. Blót félagsins eru þekkt um víða veröld og þykja öfundarefni annarra Íslendingafélaga.

Dagskrá: Kl. 19 Móttaka, fordrykkur og ljúfir tónar. Kl. 20 hefst borðhald með hinu annálaða hlaðborði Eyþórs Kristjánssonar meistarakokks, sem galdrar fram hangiket með kartöflum og uppstúf, saltket, plokkfisk, reyktan lunda, grafna langreyð, reyktan og grafinn lax, sviðakjamma, úrval súrmetis og síldarrétta, flatkökur, rúgbrauð, harðfisk og hákarl, svo fátt eitt sé nefnt. Boðið er upp á brennivín, léttvín, bjór og gosdrykki, eins og hver getur í sig látið, en borðhaldi lýkur með kaffi og heimsins bestu veislutertu frá La Boulangerie Arna. Hinn landskunni Gísli Einarsson “út og suður” annast veislustjórn. Nýlendukórinn stígur á stokk og tekur nokkur vel valin lög. Minni karla og kvenna verður á sínum stað, sem og happdrættið góða. Loks má ekki gleyma hinum óborganlega Ingó Veðurguði, sem mun syngja og skemmta gestum eins og honum er einum lagið. Kl. 23:00 rís DJ Súrsson vonandi undan feldi og sér til þess að gestir fjölmenni á dansgólfið, en veislunni lýkur kl. 03.

Miðaverð er 75 € fyrir þá sem greitt hafa árgjald til félagsins 2014-2015, sem og fyrir námsmenn og starfsnema yngri en 30, en 100 € fyrir aðra. Innifalið er happdrættismiði, fordrykkir, matur, brennivín, öl, léttvín og óáfengir drykkir til kl. 23, en þá hefst hefðbundin barþjónusta á vegum staðarhaldara.

Skráning fer fram gegnum islandsfelag@gmail.com. Vinsamlegast takið fram fullt nafn/nöfn hlutaðeigandi gesta, sem og óskir um að sitja saman til borðs.

Skráningu lýkur í síðasta lagi mánudaginn 2. febrúar og ber eigi síðar að greiða miðaverð inn á reikning félagsins: ING 310-1074359-73 (BE-27 3101 0743 5973). Athugið að miðar eru aðeins seldir í forsölu.

Nánari upplýsingar veitir Jónas Jóhannsson í 04999-42-735 og gegnum islandsfelag@gmail.com.

Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórnin

Kvennahlaup ÍSÍ

Kæru landar

Nú er komið að hinu árlega Kvennahlaupi ÍSÍ og Sjóvá.

Að sjálfssögðu munum við ekki láta okkar eftir liggja og ætlum því að fjölmenna við Skandinavíska skólann í Waterloo kl. 13:00 sunnudaginn 15. júní nk.

Í framhaldinu verða svo 17. júní hátíðarhöldin haldin hátíðleg.

Hringurinn sem farinn verður er u.þ.b. 3 km. og hvetjum við alla að taka þátt, stórar stelpur, litlar stelpur, stóra stráka og litla stráka. Hvort sem þér finnist ekki taka því að reima á þig skóna eða óar við vegalengdinni þá mun hver og einn fara á sínum hraða, hlaupandi, gangandi, í kerru eða jafnvel á hestbaki á pabba.

Allar nánari upplýsingar verða settar inn á viðburðarsíðuna inni á facebook https://www.facebook.com/events/1461247224109129/?fref=ts

Nauðsynlegt er að tilkynna um þátttöku og bolastærð í tölvupósti á islandsfelag@gmail.com fyrir lok föstudagsins 16. maí nk.

Þátttökugjald EUR 10,- óskast lagðar inn á reiknings Íslandsfélagsins fyrir lok 16. maí

310-1074359-73 /  BE27 3101 0743 5973

Stjórnin

10306539_10152113056275794_547971235495084820_n

Minningarganga Grimaldi greifynju

DSC_0295 DSC_0302 DSC_0303 - Copy DSC_0304 DSC_0312Minningarganga Þuríðar Marquise de Grimaldi d´ Antibes et de Cagne greifynju var farin sunnudaginn 6. apríl í blíðskaparveðri. Dagskráin hófst með sameiginlegum hádegisverði kl. 12:30 á veitingastaðnum Les Brasseries Rustiques, Avenue du Cimetiére de Bruxelles 155. Búist var við um 15 þátttakendum, en þeir mættu 26 og skemmtu sér konunglega. Guðrún Ansiau, guðmóðir félagsins, kynnti Þuríði til leiks og sýndi gestum fjölmörg bréf og önnur skjalfest gögn um lífshlaup greifynjunnar og markgreifans eiginmanns hennar. Charles Ansiau kom síðan hópnum á óvart með því að bjóða öllum til hádegisverðarins og eru honum færðar bestu þakkir fyrir rausnarskapinn.

Að borðhaldi loknu var gengið yfir í kirkjugarðinn handan götunnar og blóm lögð á leiði greifynjunnar. Hvort sem þakka má myndarskap Charles eða hinu góða veðri, þá opnuðu gestir pyngjur sínar upp á gátt og gáfu fé til kaupa á nafnáletrun markgreifans, en hann dó í sárri fátækt og hvílir því miður í ómerktri gröf við hlið konu sinnar. Alls söfnuðust um 350 evrur, sem verður varið til að merkja leiðið með nafni greifans. Þeir sem vilja láta fé af hendi rakna til nefndrar góðgerðarstarfsemi eru góðfúslega beðnir að leggja skotsilfrið inn á bankareikning félagsins hjá ING, númer 310-1074359-73 (BE27 3101 0743 5973).

Aðalfundur 2014

Föstudaginn 14. mars 2014 var aðalfundur Íslandsfélagsins haldinn í íslenska sendiráðinu. Allir stjórnarmenn nema María K. Jónsdóttir gáfu kost á sér áfram og ný í stjórn í stað Maríu er Þórunn Ragnarsdóttir. Við bjóðum hana innilega velkomna til starfa. Stjórn Íslandsfélagsins fyrir starfsárið 2014-2015 skipa:

Jónas Jóhannsson, Geir Þórhallsson, Rósa Rut Þórisdóttir, Elín Pálsdóttir, Elín Anna Jónasdóttir og Þórunn Ragnarsdóttir. stjorn 2014 2015

Einar Símonarson gaf ekki kost á sér til endurkjörs sem skoðunarmaður reikninga. Karl Trausti Einarsson var kjörinn í hans stað.

Skýrsla stjórnar er hér. Að venju er hún efnismikil og ítarleg enda heilmikið starf unnið í félaginu. Hér er svo skýrsla Íslenska skólans sem Friðsemd Dröfn Guðjónsdóttir stýrir styrkri hendi.

Þetta var sólríkur og fallegur dagur og eftir fundinn þótti við hæfi að fagna nýrri stjórn og hækkandi sól á Place Lúx. Megi ný stjórn Íslandsfélagsins áfram verða sólarmeginn í tilverunni!

Image

Ó nei, það er allt of seint að skrá sig á Þorrablótið!

Árvisst Þorrablót Íslandsfélagsins í Belgíu var haldið föstudaginn 7. febrúar að viðstöddum nærri 100 gestum. Dagskráin var með hefðbundnu sniði og á sama stað og hin síðari ár, eða á Le Bouche à Oreille. Að venju lukkaðist samkoman vel enda gengur skipulagið orðið eins og vel smurð vél undir styrkri stjórn forsetans.

hlaðborð þorrablót 2014
Mynd frá Eyþóri Kristjánssyni

Að fordrykk loknum bar Eyþór Kristjánsson yfirmatreiðslumeistari hjá Þremur Frökkum fram sitt stórglæsilega hlaðborð sem jafnvel þeim sem almennt hugnast ekki þorramatur þótti ljúffengt og girnilegt. Í eftirmat voru gómsætar, og ákaflega þjóðlegar, tertur að hætti Örnu kökumeistara.

Mynd frá Örnu Guðlaugu Einarsdóttur
Mynd frá Örnu Guðlaugu Einarsdóttur

Freyr Eyjólfsson kom frá París til að annast veislustjórn og auk þess skemmti Rögnvaldur ,,gáfaði” Rögnvaldsson með gamanmálum. Ræðumaður kvöldsins var Bernadette Brusa mannauðsstjóri EFTA. María Kristín Gylfadóttir (Mæja) kom að heiman og flutti hugleiðingar nýbrottflutts nýlendubúa.

Mynd frá Geir Þórhallssyni
Mynd frá Geir Þórhallssyni

Hinn sívinsæli Nýlendukór, með liðsstyrk Mæju og Önnu framreiðslumanns hjá Þremur Frökkum, steig á stokk og tók nokkur vel valin lög við dúndrandi lófatak. Minni karla flutti Geir Þórhallsson og minni karla var flutt af Þórunni Ragnarsdóttur. DJ Súrsson tryllti síðan lýðinn á dansgólfinu og lauk teitinu kl. 3. Hvað þá tók við veit ritstjórn heimasíðunnar ekkert um.

Atburður ársins – Þorrablót Íslandsfélagsins í Belgíu 2014

Flag-Pins-Iceland-Belgium Tuttugu ára afmælisblót Íslandsfélagsins verður haldið föstudaginn 7. febrúar í hinum rómaða veislusal Le Bouche à Oreille, Felix Hap Straat 11, 1040 Brussel.

Dagskráin hefst með fordrykk og ljúfum tónum kl. 19 og sest verður til borðs kl. 20. Að venju töfrar Eyþór Kristjánsson yfirmatreiðslumeistari hjá Þremur Frökkum fram sitt stórbrotna hlaðborð. Til að skola herlegheitunum niður verður boðið upp á brennivín, léttvín, bjór og gosdrykki eins og hver vill. Borðhaldi lýkur með kaffi og veislutertu frá Boulangerie Arna. Hinn stórkostlegi Freyr Eyjólfsson annast veislustjórn og kynnir ræðumann kvöldsins, hvers nafn verður ekki gefið upp. Nýlendukórinn stígur á stokk og tekur nokkur vel valin lög. Minni karla og kvenna verður á sínum stað, sem og happdrættið góða. Loks má ekki gleyma hinum óborganlega Rögnvaldi ,,gáfaða” Rögnvaldssyni, sem mun syngja og skemmta gestum eins og honum er einum lagið. Frá kl. 23 mun DJ Súrsson trylla lýðinn á dansgólfinu og gert er ráð fyrir að flestir verði búnir að fá nóg kl. 03 þegar veislulok verða.

Miðaverð er 75 evrur fyrir þá sem greitt hafa árgjald til félagsins 2013-2014, 75 evrur fyrir námsmenn og starfsnema yngri en 30, en 100 evrur fyrir aðra. Innifalið er happdrættismiði, fordrykkir, matur, brennivín, öl, léttvín og óáfengir drykkir til kl. 23, en þá hefst hefðbundin barþjónusta á vegum staðarhaldara.

Í fyrra var uppselt og komust færri að en vildu. Skráning er nú hafin og fer fram gegnum islandsfelag@gmail.com. Skráningu lýkur mánudaginn 3. febrúar og ber eigi síðar að greiða miðaverð inn á reikning félagsins: ING 310-1074359-73.

Munið; fyrstir koma, fyrstir fá. Óskir um sætaskipan eru vel þegnar um leið og pantað er.

Jólaball 2013

Ekki hefur verið mikið um viðburði á vegum félagsins þetta haustið en nú dregur að jólum og þá lifnar starfsemin eilítið við.

jólatrésdans 2013Sunnudaginn 8. desember 2013 var hið árlega nýlendujólaball haldið í Brussel. Á jólunum er haldið í hefðir og því var ballið auðvitað í húsakynnum EFTA eins og áður og allt skipulag með hefðbundnum hætti. Jólasveinarnir voru vitaskuld íslenskir þó þeir væru klæddir á útlenda vísu.

veitingar jólaball 2013

DSC_0111
Karim Leó
Nei, nei þetta eru ekki jólasveinar. Annar lagaði kaffið og hinn stjórnaði öllu.
Nei, nei þetta eru ekki jólasveinar. Annar lagaði kaffið og hinn stjórnaði öllu.

 

 

 

 

 

Góður rómur var gerður að ólátum sveinanna, gjöfum, söng viðstaddra svo og afburða veitingum.

Þeir sem aldur hafa til munu svo vonandi mæta á árlegt dansiball fullorðinna, þorrablótið sem haldið verður i febrúarbyrjun. Undirbúningur er löngu hafin svo blótið megi lukkast sem best.