Laugardaginn 6. júní s.l. var haldið hið stórskemmtilega golfmót „Æsland Ópen“ 2015 í bráðfallegu sumarveðri. Eitthvað sem marga Íslendinga dreymir um þessa dagana. Met þátttaka var í mótinu en alls tóku 25 manns þátt og var fjöldi keppenda fluttur inn frá bæði Luxembúrg og eins voru sóttir nokkrir góðir kylfingar til Föðurlandsins. Sjaldan eða aldrei hefur mótið verið jafn veglegt og í ár, en bæði bárust félaginu forláta golfboltar til að nota í teiggjafir frá Lúxurunum, Birni og Salvöru og kann félagið þeim miklar þakkir fyrir. Þá voru verðlaun mótsins í ár einnig óvenju vegleg, en verðlaunahafar mótsins fengu auk hinna hefðbundnu brjóstbirtu, poka með golftengdum vörum sem voru sérfluttar frá Íslandi.
Mótið fór þannig fram að leiknar voru níu holur samkvæmt “Texas Scramble” fyrirkomulagi, en þá spila tveir og tveir saman og slá betri bolta síns liðs. Til að reyna á taugar keppenda var mótið að þessu sinni haldið á nýjum velli, „Golf D’andenne“ í tilraunaskyni og var það orð manna að völlurinn hefði virkilega reynt á þol manna og keppnishörku. Að lokum fór það þó svo að allir kláruðu hringinn og höfðu gaman af, þótt einhverjir hefðu notað fullmikið af vellinum.
Mótstjórn var í ágætum höndum þeirra Geirs (stóra) Þórhallssonar, forseta og Guðla ugs (Golflaugs) Bergmundssonar.
Verðlaunahafar voru:
- sæti: Geir forseti og Davíð Stefán Guðmundsson
- sæti: Karl Karlsson og Karl Trausti Einarsson
- sæti: Ásgeir Ásgeirsson og Thordís Bragadóttir
Best Klæddi kylfingurinn: Thordís Bragadóttir
Bjartasta vonin: Elín Pálsdóttir
Nándarverðlaun 2. hola: Jökull Karlsson (4 metrar)
Stjórnin