Fyrstu fréttir af nýrri stjórn Íslandsfélagsins

Ný stjórn Íslandsfélagsins, sem kosin var á aðalfundinum í marsbyrjun, hefur tekið til starfa. Stjórnin skipti með sér störfum á fyrsta fundi sínum þann 31. mars sl. og var Hrappur kjörinn varaforseti, Karl gjaldkeri, María ritstjóri heimasíðunnar og Rósa fulltrúi í skólanefnd. Forseti, kosinn á aðalfundi, er Jónas.

Helstu viðburðir framundan hjá félaginu eru ferð til Champagne-héraðsins laugardaginn 2. júní, golfmótið „Æsland Ópen“ sunnudaginn 10. júní í Overijse og 17. júní hátíðarhöldin ásamt kvennahlaupi. Skráning í golfmótið er hafin á Facebook (http://www.facebook.com/events/264463580306572/)

Heildardagskrá starfsársins verður kynnt innan skamms.

Víðtæk mótmæli í Brussel á morgun föstudag!

Íslandsfélagið vekur athygli á að verkalýðsfélög í Brussel munu standa fyrir mótmælaðgerðum nk. föstudag, 2. desember. Er ljóst að aðgerðirnar munu valda röskun á almenningssamgöngum, þ.e. neðanjarðarlestum, sporvögnum og strætisvögnum, þar sem stjórnendur þessara samgöngutækja taka sumir þátt í mótmælunum.
Jafnframt má búast við miklum umferðartöfum á þeim svæðum sem mótmælendur fara um, en samkvæmt heimildum okkur mun það vera svæðið fra Gare du Nord til Gare du Midi. Göngin á innri hringnum (Léopold II – Rogier – Botanique – Madou – Arts/Loi) verða lokuð í báðar áttir um einhvern tíma.
Lögregla hvetur ökumenn til að ferðast ekki á innri hringnum eða í miðbæ Brussel á þeim tíma sem mótmælin standa, eða frá kl. 9:30 – 14:00, en umferðartafir geta þó varað lengur.
Stjórnin

Ný síða Íslandsfélagsins í Belgíu

Ný heimasíða félagsins hefur nú litið dagins ljós.  Vegna breytinga hjá Íslandsfélaginu í Lúxemborg misstum við gömlu síðuna okkar og var þá ákveðið að stofna “WordPress ” síðu sem kostar ekkert að halda úti.   Stjórnin mun þó skoða hvort ástæða sé til þess að breyta yfir í svokallaðan “pro” aðgang að WordPress sem kostar hóflega mikið.

Það er von okkar í stjórn félagsins að þetta vefumsjónarhverfi reynist okkur vel og allir verði sáttir.

Stjórn Íslandsfélagsins í Belgíu.