Fræknir fótboltakappar

Undanfarin ár hefur hópur foreldra og barna hist einu sinni í viku og spilað fótbolta undir merkjum Best Ham. Haustið 2011 tók félagið í notkun nýjan heimavöll við Scandinavian School of Brussels (SSB), að Square d´Argenteuil 5, B-1410 Waterloo, en þar er og til húsa Íslenski skólinn. Leiktímabilið er frá september til og með júní ár hvert (hlé í skólaleyfum) og ávallt leikið á sunnudögum, frá kl. 11:00-12:30. Allir sem hafa áhuga á fótbolta og hafa náð 10 ára aldri eru velkomnir að spila með Best Ham, en liðið skipa nú 12-16 einstaklingar (konur, karlar, unglingar og börn) frá fimm þjóðlöndum; Íslandi, Danmörku, Grikklandi, Belgíu og Englandi. Þeir sem hafa áhuga á að bætast í hópinn er bent á að hafa samband við Jónas Jóhannsson (iramod@yahoo.com) en félagsgjöld eru um 10 evrur á mánuði fyrir hverja fjölskyldueiningu (ef tveir eða fleiri spila úr sömu fjölskyldu er aðeins greitt eitt gjald). Þjálfari Best Ham, liðsstjórnandi, og fyrirliði er Jónas Jóhannsson. Félagið er sjálfstæð rekstrareining, en starfar í nánu sambandi við Íslandsfélagið í Belgíu.

Kvennahlaupið

Hið árlega Sjóvár kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í tengslum við 17. júní hátíðahöldin í Waterloo á lóð Skandinavíska skólans (Square d’Argenteuil 5, 1410 Waterloo). Hlaupið verður sunnudaginn 17. júní og hefst kl. 13. Hlaupnir verða 3 km sem ætti að vera vegalengd við flestra hæfi. Við minnum á að þrátt fyrir heiti hlaupsins eru karlmenn á öllum aldri velkomnir!

Þátttakendur skrái sig á netfang félagsins (islandsfelag@gmail.com) og greiði skráningargjald, 9 evrur á mann (bolur og verðlaunapeningur innifalin) inn á reikning Íslandsfélagsins við skráningu, ING 310-1074359-73. Ekkert er greitt fyrir kerrubörn sem ekki fá bol. Skráningu lýkur föstudaginn 25. maí!

Munið að tilgreina bolastærð en að þessu sinni munu bolirnir víst verða fallega rauðir (í viðhengi sjást bolastærðir). Bolastærðir

Að hlaupi loknu hefjast 17. júní hátíðahöldin, og er þá tilvalið fyrir hlaupara að verðlauna sjálfa sig og biðja um „eina með öllu“, nú eða margar með öllu, en að venju býður félagið til rammíslenskrar pylsuveislu.

Stjórnin