Lög félagsins

Lög Íslandsfélagsins í Belgíu

Stofnlög sett á aðalfundi félagsins 2003, með breytingum samþykktum á aðalfundi 2. mars 2012, 8. mars 2013 og 14. mars 2014.

 1. gr.

Heiti félagsins er Íslandsfélagið í Belgíu. Aðsetur þess og varnarþing er í Brussel.

2. gr.

Tilgangur félagsins er að efla samskipti og félagslíf Íslendinga og Íslandsvina í Belgíu og auka menningarsamskipti Íslendinga og Belga.

3. gr.

Á vegum félagsins er rekinn skóli í Brussel, sem ber heitið Íslenski skólinn, og hefur það markmið að veita íslenskum börnum tilsögn í íslensku máli og menningu. Skólanefnd, sem skipuð skal þremur mönnum, ber ábyrgð á rekstri skólans og sér m.a. um ráðningu kennara. Stjórn félagsins skipar skólanefnd til eins árs í senn, frá 1. júní ár hvert og skal einn nefndarmanna vera úr stjórn.

4. gr.

Aðild að félaginu er öllum heimil. Meðlimir félagsins skulu greiða félagsgjald í samræmi við ákvörðun aðalfundar.

5. gr.

Aðalfund skal halda árlega eigi síðar en 1. apríl ár hvert og til hans skal boðað með minnst tveggja vikna fyrirvara.

6. gr.

Stjórn félagsins, kosin á aðalfundi, skal skipuð sex félagsmönnum; forseta, varaforseta, gjaldkera, fulltrúa í skólanefnd, ritstjóra heimasíðu og meðstjórnanda. Forseti félagsins skal kjörinn sérstaklega, en stjórnin skiptir sjálf með sér verkum að öðru leyti. Stjórnin skal kjörin til eins árs í senn.

7. gr.

Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Skýrsla skólanefndar
  3. Samþykkt reikninga félags og skóla
  4. Lagabreytingar
  5. Kosning forseta
  6. Kosning annarra stjórnarmanna og skoðunarmanns ársreikninga félags og skóla
  7. Ákvörðun um félagsgjöld
  8. Önnur mál

8. gr.

Til að breyta samþykktum þessum þarf samþykki 2/3 hluta atkvæða á aðalfundi. Tillögur um lagabreytingar skulu berast forseta félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Breytingartillögur sem berast eftir að þessi frestur rann út skulu teknar til meðferðar á aðalfundi ef meirihluti fundarmanna samþykkir.

Lög Íslandsfélagsins í Belgíu voru samþykkt svohljóðandi á aðalfundi 2014

 

F.h. stjórnar Íslandsfélagsins,

Jónas Jóhannsson forseti

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s